Um Okkur

Út í bláinn býður upp á árstíðabundin hráefni og einfalda rétti með nostalgískum blæ. Áhersla er lögð á bestu fáanlegu hráefni frá íslenskum framleiðendum, einfaldleika, gæði og framúrskarandi þjónustu. Út í bláinn er fullkominn staður fyrir kvöldverð undir stjörnubjörtum himni eða viðkomustaður í bröns eða hádegisverð. Happy hour er á hverjum degi frá klukkan 16 til 19. Njóttu lifandi stemningar í óviðjafnanlegu umhverfi.

Út í bláinn
Perlan, 5. hæð
105 Reykjavik

Opnunartímar:
11:30-21:00

Atli Þór Erlendsson,
yfirmatreiðslumaður

Atli var valinn matreiðslumaður ársins 2015. Hann var meðlimur í Kokkalandsliðinu 2015-2017, og vann til tveggja silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í matreiðslu árið 2016. Atli lærði matreiðslu á Hótel Sögu, og var síðar yfirmatreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu.

Atli Þór Erlendsson, Yfirmatreiðslumaður Út í bláinn

Jóel Salómon Hjálmarsson
rekstrar- og þjónustustjóri

Jóel lærði alþjóðlega hótelstjórnun og ferðamálafræði í Neuchatel í Sviss 2005-2007. Hann vann ýmis stjórnunarstörf í veitingadeildum hjá Starwood Hotels and Resorts í Bretlandi, Kína og Dubai á milli áranna 2008 og 2012. Jóel var rekstrarstjóri hjá Hakkasan í Doha, Qatar árin 2012-2014 og rekstrarstjóri hjá Reform Social and Grill í Dubai áður en hann flutti heim og tók þátt í opnun nýjasta hótels Icelandair hotels, Canopy by Hilton og veitingastaðarins Geira Smart í miðborg Reykjavíkur 2015.

Jóel Salómon Hjálmarsson, Rekstrar- og þjónustustjóri Út í bláinn

Um Kaffitár

Út í bláinn rekið er af sömu aðilum og eiga Kaffitár. Kaffitár hefur verið til síðan 1990, og síðan þá hefur kaffifyrirtækið markað nokkur spor í sögu kaffiframleiðslu á Íslandi. Alveg frá upphafi hafa ástríða og fagmennska einkennt framgöngu þess á kaffimarkaði. Kaffibarþjónar Kaffitárs eru líka fyrir löngu orðnir þjóðkunnir fyrir færni sína við kaffi drykki, og hafa jafnt og þétt lagt „kaffi heiminn“ á borð fyrir neytandann. Við elskum að gera mat frá grunni með uppruna og gæði að leiðarljósi. Við viljum að maturinn hjá Út í bláinn endurspegli sömu ástríðu og alúð og kaffið okkar hjá Kaffitári.

Kaffitár