Um Okkur

Út í bláinn býður upp á árstíðabundin hráefni og einfalda rétti með nostalgískum blæ. Áhersla er lögð á bestu fáanlegu hráefni frá íslenskum framleiðendum, einfaldleika, gæði og framúrskarandi þjónustu. Út í bláinn er fullkominn staður fyrir kvöldverð undir stjörnubjörtum himni eða viðkomustaður í bröns.

Út í bláinn
Perlan, 5. hæð
105 Reykjavik

Opnunartímar:
17:00-23:30
Eldhús er opið til kl. 21:00

Atli Þór Erlendsson,
yfirmatreiðslumaður

Atli var nemi á Hótel Sögu og gegndi síðar stöðu yfirmatreiðslumanns á Grillinu (what year? Years with everything except for this sentence).  Atli var valinn matreiðslumaður ársins 2015 ( By Who?) og átti sæti í Kokkalandsliðinu á árunum 2015-2017. Hann vann til tveggja silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í matreiðslu árið 2016.

atli@utiblainn.is

Atli Þór Erlendsson, Yfirmatreiðslumaður Út í bláinn

Leslie Steven D’cunha
rekstrar- og þjónustustjóri

Leslie lærði alþjóðlega hótelstjórnun og ferðamálafræði í Neuchatel í Sviss 2006-2007.

Hann sinnti ýmsum stjórnunarstörfum í veitingaiðnaði á árunum 2008-2013, m.a. á Marina Inn at Grande Dunes (USA), Hótel Búðum, Einari Ben og Slippbarnum.

leslie@utiblainn.is

Um Kaffitár

Út í bláinn rekið er af sömu aðilum og eiga Kaffitár. Kaffitár hefur verið til síðan 1990, og síðan þá hefur kaffifyrirtækið markað nokkur spor í sögu kaffiframleiðslu á Íslandi. Alveg frá upphafi hafa ástríða og fagmennska einkennt framgöngu þess á kaffimarkaði. Kaffibarþjónar Kaffitárs eru líka fyrir löngu orðnir þjóðkunnir fyrir færni sína við kaffi drykki, og hafa jafnt og þétt lagt „kaffi heiminn“ á borð fyrir neytandann. Við elskum að gera mat frá grunni með uppruna og gæði að leiðarljósi. Við viljum að maturinn hjá Út í bláinn endurspegli sömu ástríðu og alúð og kaffið okkar hjá Kaffitári.

Kaffitár